Hafðu samband í síma: 464-3108
Við Goðafoss, mitt á milli Akureyrar og Mývants: Sjá á korti
EN IS
 

Hvernig skal komast til Fosshóls

HVAR ER FOSSHÓLL

Fosshóll stendur á gilbarmi Skjálfandafljóts á krossgötum þjóðvegar 1 og Sprengisandsvegar, um 500 m frá Goðafossi. Staðurinn er miðsvæðis og jafn langt til Akureyrar, Mývatns og Húsavíkur þ.e. 50km.

HVERNIG SKAL KOMAST

Frá Akureyri

 • Aktu frá Akureyri á þjóðvegi 1 í átt að Húsavík/Mývatni
 • Eftir 50km akstur (eftir að komið er úr Eyjafirði) ertu komin til Fosshóls

Frá Húsavík

 • Aktu frá Húsavík á vegi 85 í átt að Akureyri
 • Eftir 20km akstur tekur vegur 85 vinstri beygju, þú skalt ekki fylgja þeirri leið heldur halda áfram inn á leið 845
 • Haltu þig á vegi 845 næstu 17km, eða þar til þú getur tekið hægri beygju inn á þjóðveg 1
 • Haltu þig á þjóðveg 1 næstu 10km (framhjá Fljótsheiði) og að endingu mætir þú Fosshóli

VEGALENGDIR

 • Akureyri  50km
 • Aldeyjarfoss  45km
 • Askja  192km
 • Ásbyrgi  110km
 • Dettifoss um Fjöll  120km
 • Dettifoss um Öxarfjörð  138km
 • Egilsstaðir  215km
 • Fnjóská  20km
 • Grenjaðarstaður  23km
 • Grímsstaðir á Fjöllum 89km
 • Hagi  23km
 • Herðubreiðarlindir  141km
 • Hrafnabjargafoss  40km
 • Húsavík  46km
 • Íshólsvatn  45km
 • Jökulsárgljúfur  140km
 • Kiðagil (gistihús)  22km
 • Krafla  65km
 • Laugar  18km
 • Ljósavatn  5km
 • Mýri  40km
 • Mývatn  38km
 • Narfastaðir  19km
 • Nýidalur  85km
 • Rauðaskriða  24km
 • Reykjahlíð  49km
 • Reykjavík  439km
 • Reykjavík um Sprengisand  393km
 • Seyðisfjörður  242km
 • Sigalda  232km
 • Stóru-Tjarnir  10km
 • Svartárvatn  46km
 • Tjörnes  175km
 • Vaglaskógur  25km
 • Versalir  188km

Panta Gistingu!

Sendu okkur póst með ósk um tegund gistingar, komutíma og hversu margar nætur þú hyggst dvelja, og við munum hafa samband við þig um hæl!

Vissir þú að..

 • Klettar á fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa og nokkra smærri eftir vatnsmagni fossins. Hann fellur fram af hraunlagi sem hvílir á móbergsmyndun og grágrýtismyndun
 • Goðafoss er í Skjálfandafljóti og er um 15 metra hár. Þrátt fyrir litla hæð er hann bæði breiður og vatnsmikill. Hann er steinsnar frá þjóðveginum í hinu 175 km langa Skjálfandafljóti, rétt hjá Fosshóli í mynni Bárðardals og er hraunfoss eða hraunstíflufoss og fyrir neðan hann er um 100 metra breitt gljúfur.