Hafðu samband í síma: 464-3108
Við Goðafoss, mitt á milli Akureyrar og Mývants: Sjá á korti
EN IS
 

Gisting á Fosshóli

Einfalt / Tvöfalt / 3-manna Herbergi

Alls býður gistihúsið upp á 21 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.

Opið er 15.maí til 15.september. Hafðu í huga að mikil eftirspurn er eftir gistingu hér yfir há sumarið og því nauðsynlegt að panta með löngum fyrirvara

Á Fosshóli er einnig tjaldstæði, verslun, og bensínsala auk handverksmarkaðar.

Panta Gistingu!

Sendu okkur póst með ósk um tegund gistingar, komutíma og hversu margar nætur þú hyggst dvelja, og við munum hafa samband við þig um hæl!

Vissir þú að..

  • Stangveiði er víða hægt að stunda í nágrenninu. Stutt er í Ljósavatn en fjöldi veiðivatna er einnig um Fljótsheiði alla. Ofar í Bárðardal er ágæt silungsveiði í Svartárvatni og Íshólsvatni. Veiðileyfi í öllum þessum vötnum fást hjá landeigendum fyrir sanngjarnt verð.
  • Stutt er í Skjálfandafljót eins og nærri má geta,en veiðivon er þó fremur ótrygg sakir þess að fljótið skiptir litum harla snögglega eftir veðurfari. Aðrar veiðiár innan skikkanlegra fjarlægða eru Fnjóská í Fnjóskadal, Svartá í Bárðardal og Laxá í Adaldal.