Hafðu samband í síma: 464-3108
Við Goðafoss, mitt á milli Akureyrar og Mývants: Sjá á korti
EN IS
 

Gisting á Fosshóli

Einfalt / Tvöfalt / 3-manna Herbergi

Alls býður gistihúsið upp á 21 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.

Opið er 15.maí til 15.september. Hafðu í huga að mikil eftirspurn er eftir gistingu hér yfir há sumarið og því nauðsynlegt að panta með löngum fyrirvara

Á Fosshóli er einnig tjaldstæði, verslun, og bensínsala auk handverksmarkaðar.


Vissir þú að..

  • Stangveiði er víða hægt að stunda í nágrenninu. Stutt er í Ljósavatn en fjöldi veiðivatna er einnig um Fljótsheiði alla. Ofar í Bárðardal er ágæt silungsveiði í Svartárvatni og Íshólsvatni. Veiðileyfi í öllum þessum vötnum fást hjá landeigendum fyrir sanngjarnt verð.
  • Stutt er í Skjálfandafljót eins og nærri má geta,en veiðivon er þó fremur ótrygg sakir þess að fljótið skiptir litum harla snögglega eftir veðurfari. Aðrar veiðiár innan skikkanlegra fjarlægða eru Fnjóská í Fnjóskadal, Svartá í Bárðardal og Laxá í Adaldal.