Hafðu samband í síma: 464-3108
Við Goðafoss, mitt á milli Akureyrar og Mývants: Sjá á korti
EN IS
 

Um Fosshól

UPPLÝSINGAR OG GISTING

Fosshóll stendur á gilbarmi Skjálfandafljóts á krossgötum þjóðvegar 1 og Sprengisandsvegar, um 500 m frá Goðafossi.

Staðurinn er miðsvæðis og jafn langt til Akureyrar, Mývatns og Húsavíkur þ.e. 50km.

Alls býður gistihúsið upp á 21 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.

Alls býður gistihúsið upp á 21 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.

Hér er einnig tjaldstæði, verslun, og bensínsala auk handverksmarkaðar.

VEITINGAHÚS

Veitingasalurinn rúmar 50 manns í sæti og er opinn á sumrin frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin.

Hann snýr gluggahlið að Goðafossi og því er útsýnið mjög fallegt.

Staðurinn hefur fullt vínveitingaleyfi og er barinn opinn á sumrin alla daga vikunnar til kl. 23:30, en utan ferðamannatíma eftir samkomulagi.

MYNDBAND
Panta Gistingu!

Sendu okkur póst með ósk um tegund gistingar, komutíma og hversu margar nætur þú hyggst dvelja, og við munum hafa samband við þig um hæl!

Vissir þú að..

  • Goðafoss er með fallegustu fossum landsins og kemur oft við sögu kristni á Íslandi. Samkvæmt Kristnisögu á Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður (sem bjó á Ljósavatni, þarna rétt hjá) að hafa kastað goðum sínum í fossinn eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fengið nafn sitt af því.
  • Reyndar er einnig til kenning djarfari fornfræðinga um að fossinn hafi strax í heiðni verið á einhvern hátt helgur staður og jafnvel að svæðið kringum Goðafoss og Þingdalur niður af því, séu hinir einu og sönnu Goðheimar. Í þeim efnum beita menn fyrir sig lýsingum á landsháttum úr Goðafræðum ásamt ýmsum örnefnum sem þeir tengja sömu fræðum svo sem (Ullarfoss,Gerðishóll o.sv.frv).