Hafðu samband í síma: 464-3108
Við Goðafoss, mitt á milli Akureyrar og Mývants: Sjá á korti
EN IS
 

Um Fosshól

UPPLÝSINGAR OG GISTING

Fosshóll stendur á gilbarmi Skjálfandafljóts á krossgötum þjóðvegar 1 og Sprengisandsvegar, um 500 m frá Goðafossi.

Staðurinn er miðsvæðis og jafn langt til Akureyrar, Mývatns og Húsavíkur þ.e. 50km.

Alls býður gistihúsið upp á 21 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.

Alls býður gistihúsið upp á 21 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.

Hér er einnig tjaldstæði, verslun, og bensínsala auk handverksmarkaðar.

VEITINGAHÚS

Veitingasalurinn rúmar 50 manns í sæti og er opinn á sumrin frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin.

Hann snýr gluggahlið að Goðafossi og því er útsýnið mjög fallegt.

Staðurinn hefur fullt vínveitingaleyfi og er barinn opinn á sumrin alla daga vikunnar til kl. 23:30, en utan ferðamannatíma eftir samkomulagi.

MYNDBAND

Vissir þú að..

  • Goðafoss er með fallegustu fossum landsins og kemur oft við sögu kristni á Íslandi. Samkvæmt Kristnisögu á Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður (sem bjó á Ljósavatni, þarna rétt hjá) að hafa kastað goðum sínum í fossinn eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fengið nafn sitt af því.
  • Reyndar er einnig til kenning djarfari fornfræðinga um að fossinn hafi strax í heiðni verið á einhvern hátt helgur staður og jafnvel að svæðið kringum Goðafoss og Þingdalur niður af því, séu hinir einu og sönnu Goðheimar. Í þeim efnum beita menn fyrir sig lýsingum á landsháttum úr Goðafræðum ásamt ýmsum örnefnum sem þeir tengja sömu fræðum svo sem (Ullarfoss,Gerðishóll o.sv.frv).